Körfubolti

Sjáðu Loga skora 23 stig mánuði eftir handarbrot | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, átti frábæran leik í gær þegar liðið vann 88-86 sigur á Íslands- og bikarmeisturum KR og jafnaði undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta í 1-1.

Logi skoraði 23 stig í leiknum en hann hitti úr 5 af 11 þriggja stiga skotum sínum og gaf einnig fimm stoðsendingar á félaga sína.

Logi var með 24 stig og 5 stoðsendingar samanlagt í þremur fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppninni.

Logi er fórnfýsin holdi klædd en hann handarbrotnaði fyrir aðeins einum mánuði síðan. Logi snéri til baka 25 dögum síðar til að hjálpa sínu félagi í úrslitakeppninni og Njarðvíkingar eru nú í miðju æsispennandi einvígi á móti deildarmeisturunum.

Sjá einnig:Logi handleggsbrotinn og tímabilið í hættu

Menn eiga erfitt með að finna lýsingarorð yfir það sem Logi er að gera þessa dagana í úrslitakeppninni og hvað þá þegar hann fer fyrir sínu liði eins og í Ljónagryfjunni í gærkvöldi.

Logi skoraði hverja körfuna á fætur  annarri þegar mest lá við og færði sínum mönnum trú og þor með leikgleði og baráttu.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá körfur Loga í öðrum leiknum í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×