Handbolti

Snorri er væntanlega ristarbrotinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta er afar svekkjandi fyrir Snorra sem hefur farið mikinn í franska boltanum í vetur.
Þetta er afar svekkjandi fyrir Snorra sem hefur farið mikinn í franska boltanum í vetur. vísir/valli
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá er Snorri Steinn Guðjónsson væntanlega ristarbrotinn.

Snorri meiddist á upphafsmínútum leiksins gegn Noregi í dag.

Hann fór upp á sjúkrahús í Þrándheimi þar sem norskir læknir tjáðu honum að hann væri væntanlega ristarbrotinn.

Snorri kemur með landsliðinu til Íslands á morgun þar sem íslenskir læknar munu skoða hann frekar. Hann mun svo væntanlega gangast undir aðgerð á Íslandi í kjölfarið.

Þetta þýðir að Snorri verður frá í að minnsta kosti átta til tíu vikur. Frábæru tímabili hans í franska boltanum er því lokið.

Ísland á að spila gegn Portúgal snemma í júní um laust sæti á næsta HM og verður að koma í ljós hvort Snorri nái sér góðum fyrir þá leiki.


Tengdar fréttir

Strákarnir fengu skell í Noregi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fékk skell í seinni leik sínum gegn Noregi í Þrándheimi í dag. Strákarnir töpuðu með sjö marka mun í dag, 34-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×