Viðskipti erlent

Bankarisar segjast ekki hafa aðstoðað við uppsetningu aflandsfélaga

Sæunn Gísladóttir skrifar
HSBC er meðal þeirra banka sem nefndir eru í Panama-skjölunum.
HSBC er meðal þeirra banka sem nefndir eru í Panama-skjölunum. Vísir/EPA
Alþjóðlegir bankarisar, meðal annars HSBC, Credit Suisse og Coutts Trustees (sem er í eign Royal Bank of Scotland) hafa neitað því að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við uppsetningu aflandsfélaga í skattaskjóli til að forðast skattgreiðslur.

BBC greinir frá því að bankarnir séu allir nefndir í Panama-skjölunum, ellefu milljón skjölum um aflandsfélög.

Bankarnir eru sakaðir um að hafa aðstoðað við uppsetningu reikninga til þess að skattayfirvöld gætu ekki séð peningaflæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×