Körfubolti

„Þeir eru að byggja nýjan spítala með öllum þessum múrsteinum“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
KR vann nauman sigur á Njarðvík, 69-67, í æsispennandi tvíframlengdum spennutrylli á heimavelli sínum í gær en þetta var fyrsti leikur undanúrslitarimmunnar í úrslitakeppni Domino's-deildar karla.

Hér fyrir neðan má sjá síðustu mínútur í venjulegum leiktíma og báðum framlengingum. Í öllum þeirra kemur Haukur Helgi Pálsson mikið við sögu en hann tryggði sínum mönnum báðum framlengingarnar.

Haukur Helgi fékk svo boltann í lokasókn Njarðvíkur í síðari framlengingunni en tapaði honum. Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, fékk boltann í fótinn en ekkert var dæmt.

„Þeir eru að byggja nýjan spítala með öllum þessum múrsteinum,“ sagði glaðbeittur Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, eftir leikinn en liðin skoruðu aðeins 53 stig hvort í venjulegum leiktíma.

Dómgæslan, meðal annars ofangreint atriði, hefur einnig verið til umfjöllunar líkt og sjá má í fréttunum hér fyrir neðan.

Sjá einnig: „Köstum ekki dómurum í hafið fyrir ein mistök“

Sjá einnig: Hermann reif Rögnvald í sig fyrir „fáránlega lélegan dóm“

Sjá einnig: KR vann í tvíframlengdum leik


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×