Lífið

Leikarar í Njálu gerðu hlé á sýningu vegna Panamaskjalanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikarar í sýningunni á sviðinu í kvöld. Skjáskot úr myndbandi Önnu Rúnar Tryggvadóttur.
Leikarar í sýningunni á sviðinu í kvöld. Skjáskot úr myndbandi Önnu Rúnar Tryggvadóttur.
Leikarar í Njálu sem sýnd hefur verið í Borgarleikhúsinu við góðar viðtökur undanfarnar vikur brugðust við fjölmiðlaumfjöllun um Panama-skjölin og Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á óvæntan hátt í kvöld. Þeir tóku upp á því að syngja þjóðsönginn.

„Íslands þúsund ár, Íslands þúsund ár….“ mátti heyra leikara í sýningunni syngja á stóra sviði leikhússins og gestir í salnum tóku undir.

Sýning kvöldsins hófst klukkan 20 en hluti Panama-skjalanna var gerður opinber upp úr klukkan 18.

Anna Rún Tryggvadóttir, eiginkona Þorleifs Arnar Arnarssonar leikstjóra Njálu, birti meðfylgjandi myndband á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

Svar fólksins i Borgarleikhúsinu við siðferðislegum brestum ríkisstjórnarinnar er eftirfarandi:

Posted by Anna Rún Tryggvadóttir on Sunday, April 3, 2016

Tengdar fréttir

Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fékk úthlutað prókúru fyrir aflandsfélaginu Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prókúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Þá átti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í viðskiptum með fasteignir í Dúbaí árið 2009 og notaði til þess tölvupóstfang sitt hjá Alþingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×