Viðskipti erlent

Hagnaður Goldman Sachs dregst verulega saman

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Tekjur Goldman Sachs drógust saman um 40,3 prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Hagnaður fjárfestingabankans Goldman Sachs dróst verulega saman á fyrsta ársfjórðungi 2016, fjórða ársfjórðunginn í röð. Hagnaðurinn dróst saman um 59,9 prósent milli ára.

Tekjur fyrirtækisins drógust saman um 40,3 prósent á tímabilinu og hafa ekki verið lægri síðan árið 2011. Tekjur námu 6,34 milljörðum dollara, jafnvirði 785 milljarða íslenskra króna. 

Hlutabréf í Goldman Sachs höfðu á mánudaginn dregist saman um 12 prósent á árinu og hafa lækkað um 0,5 prósent í viðskiptum í morgun. 

Fjöldi annarra bandarískra viðskiptabanka hefur upplifað samdrátt á fyrsta ársfjórðungi.


 

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×