Körfubolti

Njarðvíkurhefðin telur nú orðið 22 leiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þjálfarar Njarðvíkur þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson.
Þjálfarar Njarðvíkur þeir Friðrik Ingi Rúnarsson og Teitur Örlygsson. Vísir/Anton
Njarðvíkingar þurfa ekki aðeins að enda 19 leikja taphrinu í DHL-höllinni í Frostaskjóli ætli þeir sér að komast í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir þurfa einnig að sigrast á annarri "Njarðvíkurhefð".

Njarðvíkurliðið hefur ekki unnið í Vesturbænum í tíu ár en þeir hafa heldur ekki unnið tvo leiki í röð í úrslitakeppni í undanförnum 22 leikjum.

Frá miðju undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík árið 2014 hafa Njarðvíkingar aldrei unnið tvo leiki í röð eða tapað tveimur leikjum í röð í úrslitakeppni. Skiptir þá engu þótt þeir séu að færa sig á milli sería.

Njarðvíkingar tryggðu sér oddaleik með sex stiga sigri á KR í Ljónagryfjunni á miðvikudagskvöldið en liðin hafa bæði unnið tvo heimaleiki í undanúrslitaeinvígi sínu í ár.

Njarðvík tapaði tveimur leikjum í röð í einvígi sínu á móti Grindavík í átta liða úrslitum 2014. Njarðvík vann fjórða leikinn og hefur síðan skipts á að tapa og vinna.

Þetta er fimmta einvígi Njarðvíkinga í röð í úrslitakeppninni sem endar með oddaleik en liðið vann Stjörnuna í oddaleik í átta liða úrslitunum í ár og í fyrra en tapaði síðan fyrir KR í oddaleik í undanúrslitum 2015 og einnig á móti Grindavík í oddaleik í átta liða úrslitum 2014.

Hér fyrir neðan má sjá þennan lista yfir 22 síðustu leiki Njarðvíkurliðsins í úrslitakeppni þar sem þessi sérstaka "hefð" Njarðvíkinga kemur vel fram.

Síðustu leikir Njarðvíkurliðsins í úrslitakeppninni:

Undanúrslit 2014

(1) Leikur 3: 89-73 tap fyrir Grindavík

(2) Leikur 4: 77-68 sigur á Grindavík

(3) Leikur 5: 120-95 tap fyrir Grindavík

8 liða úrslit 2015

(4) Leikur 1: 88-82 sigur á Stjörnunni (Framlengt)

(5) Leikur 2: 89-86 tap fyrir Stjörnunni

(6) Leikur 3: 92-86 sigur á Stjörnunni

(7) Leikur 4: 96-94 tap fyrir Stjörnunni

(8) Leikur 5: 92-73 sigur á Stjörnunni

Undanúrslit 2015

(9) Leikur 1: 79-62 tap fyrir KR

(10) Leikur 2: 85-84 sigur á KR

(11) Leikur 3: 83-75 tap fyrir KR

(12) Leikur 4: 97-81 sigur á KR

(13) Leikur 5: 102-94 tap fyrir KR (Tvíframlengt)

8 liða úrslit 2016

(14) Leikur 1: 65-62 sigur á Stjörnunni

(15) Leikur 2: 82-70 tap fyrir Stjörnunni

(16) Leikur 3: 73-68 sigur á Stjörnunni

(17) Leikur 4: 83-68 tap fyrir Stjörnunni

(18) Leikur 5: 79-75 sigur á Stjörnunni

Undanúrslit 2015

(19) Leikur 1: 69-67 tap fyrir KR (Tvíframlengt)

(20) Leikur 2: 88-86 sigur á KR

(21) Leikur 3: 72-54 tap fyrir KR

(22) Leikur 4: 74-68 sigur á KR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×