Viðskipti erlent

Fjárfestar búa sig undir samdrátt í iPhone sölu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Búist er við að í fyrsta sinn muni fjöldi iPhone síma sem seldust á ársfjórðungnum dragast saman milli ára.
Búist er við að í fyrsta sinn muni fjöldi iPhone síma sem seldust á ársfjórðungnum dragast saman milli ára. Vísir/Getty
Apple mun á morgun eftir lokaða markaða tilkynna sölu á síðasta ársfjórðungi. Búist er við að í fyrsta sinn muni fjöldi iPhone síma sem seldust á ársfjórðungnum dragast saman milli ára.

Byggt á tölum frá byrgjum áætla fjárfestar að fimmtíu milljón Phone símar muni hafa selst á tímabilinu, samanborið við 61 milljón síma ári áður. Ef spáin gengur eftir munu 217 milljón iPhone síma seljast á árinu samanborið við 231 milljón árið áður. Það yrði einnig í fyrsta sinn sem fjöldi síma sem seldust á árinu dregst saman milli ára.

Hlutabréf í Apple hafa dregist verulega saman á síðastliðnu ári og tóku verulega dýfu á síðasta ársfjórðungi 2015 og í upphafi árs 2016. Þau hafa hækkað síðan en hafa þó lækkað um sem nemur tuttugu prósentum á síðastliðnu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×