Viðskipti erlent

Lægra olíuverð hefur eytt 200 þúsund störfum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Síðan olíuverð hóf að lækka árið 2014 hefur verið skorið niður um 195 þúsund störf í olíugeiranum í Bandaríkjunum.
Síðan olíuverð hóf að lækka árið 2014 hefur verið skorið niður um 195 þúsund störf í olíugeiranum í Bandaríkjunum. Vísir/Getty
Ódýrara olíuverð hefur leitt til mikils niðurskurðar á störfum í Bandaríkjunum. Ný skýrsla sem birt var í dag sýnir að frá miðju ári 2014 hafi lægra olíuverð leitt til niðurskurðar 195 þúsund starfa.

CNN greinir frá því að þetta sé mikið högg í ljósi þess að um sé að ræða vel launuð störf. Störf í olíu og gasiðnaði eru 84 prósent hærri en meðallaun í Bandaríkjunum samkvæmt Goldman Sachs.

Niðurskurðurinn hefur átt sér stað samhliða fjölgunum starfa í öðrum geirum. Það sem af er ári hafa orkufyrirtæki skorið niður um 95 þúsund störf, flestir niðurskurðir áttu sér stað í byrjun árs þegar olíuverð náði 13 ára lægð og nam undir 26 dollurum á tunnu.

Mikill niðurskurður átti sér einnig stað í júlímánuði. Hráolíu verð hefur lækkað á ný undanfarið eftir að hafa farið hækkandi frá því í lok febrúar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×