Handbolti

Strákarnir hans Alfreðs byrja vel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð er á sínu áttunda tímabili með Kiel.
Alfreð er á sínu áttunda tímabili með Kiel. vísir/getty
Alfreð Gíslason horfði á sína menn í Kiel vinna fimm marka útisigur á Stuttgart, 22-27, í 1. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Það tók Kiel tíma að brjóta heimamenn á bak aftur. Lærisveinar Alfreðs leiddu með einu marki í hálfleik, 12-13, og þegar um 20 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 16-16.

Þá sögðu gestirnir hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 16-20.

Heimamenn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark, 20-21, en Kiel svaraði með þremur mörkum og þá var björninn unninn.

Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg var markahæstur í liði Kiel með sex mörk en Marko Vujin og Lukas Nilsson komu næstir með fimm mörk hvor. Andreas Wolff varði 13 skot í markinu (37,1%).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×