Handbolti

Ólíkt gengi hjá Rúnurunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Hannover í kvöld.
Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir Hannover í kvöld.
Rúnar Kárason og félagar hans í Hannover-Burgdorf fara vel af stað í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Hannover sótti Göppingen heim í 1. umferð deildarinnar í kvöld og vann stórsigur, 23-34.

Rúnar skoraði fjögur mörk fyrir lið Hannover sem lítur vel út fyrir veturinn. Þýski landsliðsmaðurinn Kai Häfner var markahæstur í liði Hannover með átta mörk. Nýkrýndi Ólympíumeistarinn Casper U. Mortensen kom næstur með sex mörk.

Rúnar Sigtryggson stýrði Balingen-Weilstetten í fyrsta sinn í deildarleik þegar liðið sótti Gummersbach heim í kvöld.

Jómfrúarleiku Rúnars gekk þó ekki sem skyldi því Gummersbach fór með sigur af hólmi, 26-19.

Í B-deildinni skoraði Ólafur Bjarki Ragnarsson þrjú mörk fyrir Eisenach sem tapaði með tveggja marka mun, 24-22, fyrir Ferndorf á útivelli og Oddur Gretarsson gerði tvö mörk fyrir Emsdetten sem lá á heimavelli, 25-31, fyrir Hüttenberg.

Þá varði Aron Rafn Eðvarðsson 15 skot í marki Bietigheim sem vann 23-26 útisigur á Nordhorn-Lingen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×