Handbolti

Aron og félagar áfram með fullt hús stiga | Kristianstad aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron byrjar vel með Aalborg.
Aron byrjar vel með Aalborg. vísir/getty
Íslendingaliðið Aalborg er áfram með fullt hús stiga í dönsku 1. deildinni í handbolta eftir eins marks sigur, 24-25, á Bjerringbro/Silkeborg í kvöld.

Aron Kristjánsson tók við þjálfun Aalborg í sumar og fer vel af stað í nýja starfinu. Arnór Atlason og Stefán Rafn Sigurmannsson gengu einnig í raðir Aalborg í sumar. Þeir höfðu hægt um sig í leiknum í kvöld; Arnór skoraði eitt mark en Stefán Rafn komst ekki á blað.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem vann fimm marka útisigur á Randers, 26-31. Egill Magnússon var ekki á meðal markaskora hjá Holstebro sem er í 4. sæti deildarinnar með sex stig.

Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Randers sem hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í vetur.

Þá komst Tandri Már Konráðsson ekki á blað þegar Skjern vann góðan þriggja marka sigur, 27-30, á KIF Kolding Köbenhavn. Skjern er í 2. sæti deildarinnar með átta stig.

Kristianstad komst aftur á sigurbraut í sænsku 1. deildinni þegar liðið vann stórsigur, 33-23, á Ystads í kvöld.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Ólafur Guðmundsson lék ekki með Kristianstad í kvöld vegna meiðsla.

Örn Ingi Bjarkason skoraði tvö mörk þegar Hammarby fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Liðið fékk þá Karlskrona í heimsókn og vann níu marka sigur, 32-23.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×