Körfubolti

Kanínurnar áfram hoppandi glaðar og ósigraðar á heimavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Guðjónsson.
Arnar Guðjónsson. Vísir/Andri Marinó
Strákarnir hans Arnars Guðjónssonar í Svendborg Rabbits eru áfram með fullt hús á heimavelli á tímabilinu en það munaði litlu að það breyttist í kvöld.

Svendborg Rabbits vann þá fimm stiga sigur á Team FOG Naestved í framlengdum leik, 95-90, en staðan var 80-80 eftir 40 mínútur.

Arnar Guðjónsson er aðalþjálfari Svendborg Rabbits liðsins en hann er jafnframt aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

Svendborg Rabbits hefur þar með unnið fyrstu fjóra heimaleiki sína í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið hefur aftur á móti aðeins unnið einn af fjórum útileikjum sínum.

Team FOG Naestved var með forystuna í lok leiks eftir góðan sprett í fjórða leikhlutanum en Ítalinn Antonio Pernigotti tryggði Kanínunum framlengingu með því að setja niður tvö víti sjö sekúndum fyrir leikslok.

Svendborg Rabbits liðið var miklu betra í framlengingunni, vann hana 15-10 og þar með leikinn með fimm stigum.

Axel Kárason spilaði í 22 mínútum með Svendborg Rabbits en tókst ekki að skora. Hann klikkaði á öllum xx skotum sínum en var með 5 fráköst. Fyrrnefndur Antonio Pernigotti var stigha´stir með 26 stig auk þess að gefa 7 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×