Körfubolti

Körfuboltakvöld: Framlenging | „Ég skal syngja þetta, nei, nei nei.“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær og voru að vanda fimm málefni tengd deildinni rædd í lok þáttar.

Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson tókust á að þessu sinni en þar var rætt hvort það væri hægt að hafa tvo erlenda leikmenn innan sinna raða ásamt því að ræða hvaða leikmaður hefði komið mest á óvart.

Þeir virtust vera sammála um að ekki væri hægt að vera með tvo erlenda leikmenn í sínum röðum þar sem þú gætir aldrei haldið báðum ánægðum.

„Þetta virkar einfaldlega ekki. Ég skil þetta ekki alveg, það er 4+1 regla, farið eftir henni og taktu öflugan Kana þess í stað,“ sagði Fannar Ólafsson.

Þá ræddu þeir hvaða möguleikar væru í stöðunni fyrir Grindavík og hvort að þeir hefðu spennt bogann full hátt þegar þeir skoðuðu Njarðvíkurliðið í upphafi tímabils.

Að lokum var rætt hvaða leikmaður í deildinni myndi standa uppi sem sigurvegari ef allir leikmennirnir myndu mætast innbyrðis í einn-á-einn en þar virtust menn vera sammála um að Jón Arnór Stefánsson myndi hafa sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×