Körfubolti

Ítarleg greining á körfunni í Hólminum: Steig hann á línuna? Skref? Eða villa?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigtryggur með magnaða körfu.
Sigtryggur með magnaða körfu.
Sigtryggur Arnar Björnsson tryggði Skallagrími framlengingu í Stykkishólmi með hreint út sagt lygilegri körfu á lokasekúndunum í leik Snæfells og Skallagríms á fimmtudagskvöldið. Hann dansaði með boltann fyrir utan teig Snæfells og náði síðan að skjóta boltanum úr jafnvægi og ofan í körfuna.

Dómarar leiksins voru ekki vissir um hvort þetta hefði verið tveggja eða þriggja stiga karfa. Eftir að hafa skoða upptökur hjá sjónvarstökumanni Stöðvar 2 Sport í húsinu var niðurstaðan tveggja stiga karfa. Það er þó ótrúlega tæpt.

Það dugði í framlengingu enda aðeins sex sekúndur eftir af leiknum þarna. Tvær framlengingar þurfti til og í seinni náði Skallagrímur að tryggja sér sigur. Fjallað var ítarlega um körfuna í Körfuboltakvöldinu á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og farið yfir hana frá a-ö. Hér að neðan má sjá umræðuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×