Körfubolti

Kristófer stigahæstur í tapi Furman

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristófer í landsleik gegn Belgum í haust.
Kristófer í landsleik gegn Belgum í haust. vísir/bára dröfn
Kristófer Acox og félagar í Furman þurftu að sætta sig við tap, 84-78, fyrir Georgia á útivelli í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt.

Þrátt fyrir tapið stóð Kristófer fyrir sínu í leiknum. Landsliðsmaðurinn skoraði 17 stig og tók fjögur fráköst á 30 mínútum. Hann var stigahæstur í liði Furman.

Kristófer hitti úr sjö af tíu skotum sínum utan af velli og nýtti öll þrjú vítaskotin sín.

Kristófer, sem stimplaði sig hressilega inn í íslenska landsliðið í undankeppni EM í haust, er á lokaári sínu í Furman sem hefur unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu.

Kristófer er með 11,7 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í þessum þremur leikjum. Þá er skotnýting hans frábær, eða 60%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×