Handbolti

Sveiflur hjá Århus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi skoraði fjögur mörk í kvöld.
Ómar Ingi skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/vilhelm
Íslendingarnir hjá Århus skoruðu samtals níu af 22 mörkum liðsins í fimm marka tapi fyrir Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Misjafnlega hefur gengið hjá Århus í vetur. Liðið tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum, vann svo fjóra í röð en hefur núna tapað tveimur í röð.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaköstum. Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr víti, og Sigvaldi Guðjónsson gerði tvö mörk.

Róbert kom Århus yfir, 15-14, í upphafi seinni hálfleiks en þá hrökk allt í baklás hjá liðinu. Bjerringbro/Silkeborg tók völdin, byggði upp forskot og vann að lokum fimm marka sigur, 22-27.

Århus er í 8. sæti dönsku deildarinnar með átta stig eftir tíu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×