Körfubolti

Körfuboltakvöld: Ungir og góðir í Borgarnesi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur vann góðan sigur á Keflavík, 80-71, í Domino's deild karla á fimmtudaginn.

Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Borgnesinga, spilaði vel, sérstaklega á lokakaflanum, og sömu sögu var að segja af hinum 17 ára Bjarna Guðmanni Jónssyni.

„Tölurnar hans eru mjög flottar. Hann er með 21 stig, fjórar stoðsendingar og sex fráköst. Hann skorar stórar körfur og stýrir liðinu vel,“ sagði Hermann Hauksson um Sigtrygg í síðasta þætti af Domino's Körfuboltakvöldi.

Bjarni Guðmann vakti einnig athygli fyrir frammistöðu sína.

„Þessi strákur gerir eina körfu í leiknum og er með tvö fráköst en þessir litlu hlutir, staðsetningar og að taka ruðninga, vega svo þungt,“ sagði Hermann um þennan efnilega leikmann.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×