Körfubolti

Körfuboltakvöld: Virðist passa fullkomlega í lið Tindastóls

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi tóku fyrir frammistöðu Antonio Hester í fyrsta leik hans fyrir Stólana gegn Stjörnunni á föstudaginn.

Það vakti athygli þegar Tindastóll sendi erlendu leikmenn sína tvo heim og skipti um þjálfara en Hester kom af krafti inn í fyrsta leik.

„Maður sér það strax að hann er ofboðslega styrkur. Hann er með mikinn grunnstyrk og það virðist vera erfitt að dekka hann. Hlynur sem er einn besti leikmaður Íslands í dag, réð ekkert við hann,“ sagði Fannar Ólafsson um Hester.

„Það er hálf ótrúlegt að segja þetta en hann virðist ekki vera í formi. Hvernig verður hann eftir mánuð þegar hann er kominn í form? Þeir virðast hafa valið rétt því hann er akkúrat maður sem þeir þurfa,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson en umræðuna um Hester má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×