Golf

Dani verður næsti fyrirliði Ryder-liðs Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Bjorn með Ryder-bikarinn.
Thomas Bjorn með Ryder-bikarinn. Vísir/Getty
Daninn Thomas Bjorn verður fyrirliði Ryder-liðs Evrópu þegar Ryder-bikarinn fer næst fram í París árið 2018.

Thomas Bjorn hefur sjálfur unnið Ryder-bikarinn þrisvar sinnum sem leikmaður og þrisvar sinnum sem varafyrirliði.

Hinn 45 ára gamli Thomas Bjorn verður aðeins fjórði maðurinn utan Bretlandseyja sem stýrir Evrópuliðinu.

Hinir þrír eru Spánverjarnir Seve Ballesteros og Jose Maria Olazabal sem og Þjóðverjinn Bernhard Langer.

Thomas Bjorn hreppti fyrirliðastöðuna á undan Paul Lawrie sem kom einnig til greina.

Thomas Bjorn var í sigurliði Evrópu í Ryder-bikarnum 1997, 2002 og 2014 en hann hefur alls unnið fimmtán mót á Evrópumótaröðinni.

 





Næsti Ryder-bikar fer fram árið 2018 á Le Golf National í Saint-Quentin-en-Yvelines sem er 25 kílómetra frá miðborg Parísar.

Evrópa tapaði 17-11 á móti Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum fyrr á þessu ári en Evrópuliðið hafði áður unnið 2010, 2012 og 2014.Thomas Bjorn tekur við starfi Darren Clarke sem var fyrirliðinn í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×