Handbolti

Frakkar eyðilögðu draum sænska liðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty
Frakkland sá til þess í kvöld að Svíþjóð mun ekki komast í undanúrslit á EM kvenna í handbolta á heimavelli.

Frakkar unnu þá 19-21 sigur á sænska liðinu í stórskemmtilegum leik. Frakkar leiddu lengstum. Svíar komu til baka en það dugði ekki til.

Frakkland og Holland eru á toppi milliriðils I með 6 stig en Svíar er í fjórða sæti með 3 stig þegar aðeins ein umferð er eftir af milliriðlakeppninni.

Estelle Nze Minko var markahæst í franska liðinu með sex mörk og Alexandra Lacrabere skoraði fjögur.

Jamina Roberts var atkvæðamest í sænska liðinu með fimm mörk og Isabelle Gullden skoraði fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×