Handbolti

Kiel jafnaði Löwen og Flensburg á toppnum

Alfreð á hliðarlínunni.
Alfreð á hliðarlínunni. vísir/getty
Kiel jafnaði Rhein-Neckar Löwen og Flensburg að stigum á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir sigur á Bergrischer, 24-20.

Kiel byrjaði vel og náði strax yfirhöndinni. Staðan í hálfleik var svo 13-11, Kiel í vil, en þeir unnu að lokum fjögurra marka sigur, 24-20.

Alfreð Gíslason þjálfar eins og kunnugt er lið Kiel sem er á toppi deildarinnar ásamt Löwen og Flensburg. Domagoj Duvnjak var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk.

Í B-deildinni gerðu Íslendingaliðin Emsdetten og Eisenach jafntefli, 29-29, eftir að Eisenach hafi verið 16-14 yfir í hálfleik.

Oddur Grétarsson skoraði tvö mörk fyrir Emsdetten, en Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði eitt mark fyrir Eisenach.

Emsdetten er í áttunda sæti með 18 stig, en Eisenach er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Friesenheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×