Handbolti

Ólafur með átta áramótabombur í öruggum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur er fyrirliði Kristianstad.
Ólafur er fyrirliði Kristianstad. vísir/getty
Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad sem rúllaði yfir Redbergslids, 25-16, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var síðasti leikur Kristianstad fyrir HM-fríið. Íslendingaliðið er með 29 stig í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Lugi. Kristianstad á þó leik til góða á Lugi.

Ólafur var sjóðheitur í leiknum í kvöld og skoraði átta mörk úr aðeins 10 skotum.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.

Þremenningarnir halda nú heim til Íslands þar sem þeir taka þátt í undirbúningnum fyrir HM í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Geir sker niður um fimm

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur valið 23 leikmenn til undirbúnings fyrir HM í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×