Handbolti

Rut fékk silfur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/ernir
Midtjylland, sem landsliðskonan Rut Jónsdóttir leikur með, laut í lægra haldi fyrir Randers, 27-21, í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag.

Rut komst ekki á blað í úrslitaleiknum í dag en gaf eina stoðsendingu.

Midtjylland byrjaði leikinn betur og komst í 2-6. Randers svaraði með fimm mörkum í röð en Rut og stöllur voru vel með á nótunum og eftir 26 mínútur var staðan 8-10, Midtjylland í vil.

Randers skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og því var staðan í hálfleik jöfn, 10-10. Í upphafi seinni hálfleiks náði Randers svo undirtökunum og náði mest sjö marka forystu. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.

Rut, sem er 26 ára, skrifaði undir tveggja ára samning við Midtjylland síðasta vor. Hún hefur leikið í Danmörku frá 2008, fyrstu sex árin með Team Tvis Holstebro og svo með Randers 2014-16.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×