Lífið

John Oliver óttast um landvistarleyfi sitt eftir að Trump tók við

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það fór vel með á þeim félögum í þættinum.
Það fór vel með á þeim félögum í þættinum. Vísir
Háðfuglinn, grínistinn og þáttastjórnandinn John Oliver hefur ekki hugmynd um við hverju megi búast af Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna.

Oliver, sem stýrir þáttunum vinsælu Last Week Tonight, var gestur í þætti Stephen Colbert á dögunum þar sem þeir félagar ræddu um framtíð Bandaríkjanna undir stjórn Donald Trump.

Þátturinn hefur verið í fríi undanfarnar vikur en það styttist í að Oliver fari aftur að birtast á skjánum. Reikna má fastlega með því að Trump verði reglulegt viðfangsefni Oliver í þáttunum.

Colbert og Oliver grínuðust saman með hvað framtíðin ber í skauti sér en í ljósi áherslu ríkisstjórnar Trump á herta löggjöf í innflytjendamálum lýsti Oliver yfir nokkrum áhyggjum af því hvað myndi verða um landvistarleyfi sitt en Oliver er breskur og handhafi hins svokallaða græna korts.

„Ég á bandaríska konu og við eigum son saman, en hver veit hvað gæti gerst,“ sagði Oliver en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×