Handbolti

Birna Berg slökkti á byssunum í hálfleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir og félagar hennar í Glassverket unnu sjö marka útisigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Glassverket vann leikinn 28-21 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 13-12.

Glassverket styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með þessum flotta sigri en Stabæk er í 10. sætinu.

Birna Berg Haraldsdóttir var þriðja markahæst í liði Glassverket með fjögur mörk en hún skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum þegar hún nýtti 4 af 7 skotum sínum.

Birna Berg tókst hinsvegar ekki að skora úr neinu af þremur skotum sínum í seinni hálfleiknum. Það kom ekki að sök því Glassverket vann seinni hálfleikinn, 15-9 og þar með leikinn með sjö mörkum.

Line Björnsen var markahæst í liði Glassverket með átta mörk úr tíu skotum og Martine Wolff skoraði sjö mörk úr átta skotum.

Birna Berg skoraði tvö af mörkum sínum með þrumuskotum en hin tvö mörkin hennar komu af vítalínunni. Birna klikkaði á fyrsta vítinu sínu í seinni hálfleik og Line Björnsen tók vítin eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×