Elon Musk um framtíð bílsins: „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2017 10:40 Elon Musk. Vísir/AFP Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“ Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, frumkvöðull og eigandi bílaframleiðandans Teslu, hefur háleitar hugmyndir um framtíð bílsins. Tesla vinnur nú hörðum höndum að því að þróa sjálfkeyrandi bíla og telur Musk að þeir verði komnir á markað innan skamms.„Ég myndi giska á að eftir tíu ár verði afar óvenjulegt fyrir bílaframleiðendur að framleiða bíla sem eru ekki sjálfkeyrandi að fullu,“ sagði Musk á ráðstefnu í Dubai í gær. Sagði hann einnig að samfélagið þyrfti að laga sig að þeirri hugmynd að á næstu árum yrði engin þörf á atvinnubílstjórum, sjálfkeyrandi bílar myndu að mestu leyti útrýma störfum þeirra. Tesla hefur að undanförnu þróað hugbúnað sem á að keyra sjálfkeyrandi bíla fyrirtækisins. Er hann að mestu leyti tilbúinn en í máli Musk kom fram að gera þyrfti fleiri tilraunir með hugbúnaðinn til þess að tryggja öryggi. Markmið Teslu væri að fyrir lok ársins gæti sjálfkeyrandi bíll ferðast yfir Bandaríkin þver og endilöng án aðstoðar. Leiða má líkur að því að ein helsta fyrirstaða þess að sjálfkeyrandi bílar nái fótfestu á markaði séu öryggismál. Erfitt geti reynst fyrir farþega sjálfkeyrandi bíla, sem vanir eru að stýra ferðinni, að venjast tilhugsuninni um að láta hugbúnað sjá um aksturinn. Í huga Musk er þetta ekki mikið vandamál en hann sér fyrir sér að sjálfkeyrandi bílar muni verða mjög öruggir. „Að ferðast í bíl verður eins og að fara í lyftu. Þú segir honum hvert þú vilt fara og hann kemur þér á áfangastað á eins öruggan hátt og hægt er.“
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira