Lífið

Melissa McCarthy sneri aftur sem Sean Spicer: „Þetta er hinn nýi Spicey“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gamanleikkonan Melissa McCarthy sneri aftur í Saturday Night Live í gær sem Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins.
Gamanleikkonan Melissa McCarthy sneri aftur í Saturday Night Live í gær sem Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Skjáskot/SNL
Gamanleikkonan Melissa McCarthy sneri aftur í Saturday Night Live í gær sem Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. 

Spicer tók við sem fjölmiðlafulltrúi um það leyti sem Donald Trump var settur í embætti Bandaríkjaforseta í janúar. Eitt af hans fyrtu verkum var að húðskamma fjölmiðla vegna umfjöllunar þeirra um þann fjölda sem sótti innsetningarathöfn Trumps. Sagði Spicer að aldrei hefðu jafn margir mætt til að fylgjast með innsetningarathöfn forsetans, þvert á fullyrðingar fjölmiðla.

McCarthy fór með hlutverk Spicer í þætti gærkvöldsins líkt og í síðustu viku og fór á kostum. Í atriðinu notaði Spicer leikmuni til að útskýra innflytjendastefnu Trump fyrir fjölmiðlum sem honum fannst ekki mikið til koma. Listi Hvíta hússins yfir hryðjuverk sem fjölmiðlar höfðu ekki fjallað nægilega um var einnig tekinn fyrir. Þar nefndi fjölmiðlafulltrúinn til dæmis að verslunarkeðjan Nordström hefði hætt að selja vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans.

Þá kom leikkonan Kate McKinnon einnig við í hlutverki Jeff Sessions, nýs dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, en fréttir bárust í vikunni að Trump væri ekki hrifinn af því að konur færu með hlutverk starfsfólks hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×