Handbolti

Óvænt tap Arons og lærisveina hans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron er á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Aalborg.
Aron er á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Aalborg. vísir/getty
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Aalborg töpuðu óvænt fyrir Ribe-Esbjerg á útivelli, 36-34, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var fyrsta tap Aalborg frá 7. desember á síðasta ári. Þrátt fyrir tapið er Aalborg áfram með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sjö mörk og var næstmarkahæstur í liði Aalborg. Norðmaðurinn Sander Sagosen var markahæstur með níu mörk.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk en Janus Daði Smárason komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×