Viðskipti erlent

Öpp fyrir brjóstagjöf sífellt vinsælli

Sæunn Gísladóttir skrifar
Brjóstagjafaöpp taka saman gögn um hvernig brjóstagjöf gengur.
Brjóstagjafaöpp taka saman gögn um hvernig brjóstagjöf gengur. Vísir/Getty
Snjallsímaforrit á borð við Baby Connect sem snúa að brjóstagjöf verða sífellt vinsælli. Markaðurinn fyrir snjallsímaforrit sem fylgjast með brjóstagjöf og veita ráðgjöf fer ört vaxandi. Því er spáð að verðmæti hans muni aukast úr 36 milljónum dollara 2015 í 250 milljónir dollara árið 2020 samkvæmt MarketsandMarkets.

BBC greinir frá því að vörur tengdar brjóstagjöf séu annar mest vaxandi markaðurinn hjá Amazon.

Þessi aukning í sölu er hluti af vaxandi markaði fyrir ungbarnavörur sem spáð er að muni stækka úr 11 milljörðum dollara í 13 milljarða dollara á næstu fjórum árum.

Brjóstagjafaröpp hafa þann kost að geta tekið saman gögn um hvernig gangi og geta aðstoðað konur við að skipuleggja daginn í kringum brjóstagjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×