38 fermetrarnir nýttir til fulls Guðný Hrönn skrifar 27. júlí 2017 08:00 Sara Björk býr í lítilli vel skipulagðri íbúð í póstnúmeri 105 ásamt kærasta sínum, Ágústi Orra, og hundinum þeirra, Calvin. vísir/ANDRI MARINÓ Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“ Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fagurkerarnir Sara Björk Purkhús og Ágúst Orri Ágústsson búa í lítilli íbúð sem þeim hefur tekist að gera afar notalega og flotta. Hver fermetrer er nýttur vel enda hafa þau dundað sér við að innrétta rýmið vandlega. Sara Björk og Ágúst Orri hafa búið í íbúðinni sinni í rúm tvö ár. „Nýlega bættist svo Calvin við í fjölskylduna en hann er þriggja mánaða gamall franskur bolabítur,“ segir Sara spurð út í íbúa heimilisins. Íbúð Söru og Ágústs er skráð 38 fermetrar. „Hluti íbúðarinnar er undir súð og telst því ekki með í fermetratölu. Allt pláss er vel nýtt hér og íbúðin virkilega vel skipulögð og björt,“ útskýrir Sara.Íbúð Söru Bjarkar og Ágústs Orra er stílhrein og björt.vísir/andri marinóUppáhaldsrými Söru á heimilinu er stofan. „Ég er búin að dunda mér mest í henni frá því að við fluttum inn. Svalirnar koma þar á eftir sterkar inn á góðum sólardegi. Þær eru stórar og sólin skín þar allan daginn, þegar hún lætur sjá sig það er að segja.“ Spurð út í hver galdurinn á bak við góða nýtingu fermetra sé segir Sara: „Ég nýti alla veggi vel og hef sett upp nokkrar fallegar vegghillur. Einnig nýti ég vel þann hluta íbúðarinnar sem er undir súð og er með góðar kommóður. Lykilatriðið er að vera með gott skipulag.“Íbúðin er að miklu leyti undir súð.vísir/andri marinóMeirihluti húsgagnanna sem prýðir heimilið kemur úr Rúmfatalagernum, þar á meðal uppáhaldshúsgagn Söru. „Nánast öll húsgögnin okkar eru úr Rúmfatalagernum og líka margt annað smádót. Ég finn alltaf eitthvað fallegt þar á góðu verði. Ætli uppáhaldshúsgagnið mitt sé ekki stofuborðið úr Rúmfatalagernum. Það er hvítt með fallegum viðarfótum og sporöskjulaga svo það passar vel inn í lítið rými,“ segir Sara sem kaupir líka töluvert inn á heimilið í Ilvu, Söstrene Grene, Líf og list og Kúnigúnd. „Þegar ég fer til útlanda versla ég gjarnan í Urban Outfitters en þeir eru með margt fallegt fyrir heimilið.“Allt á sinn stað heima hjá Söru og Ágústi.vísir/andri marinóSara er mikill fagurkeri og elskar að raða upp á nýtt og breyta til heima hjá sér.„Mér hefur alltaf þótt gaman að gera fínt í kringum mig og breyta til. Mér þykir þetta meira að segja svo gaman að nýlega stofnaði ég fyrirtæki sem mun halda utan um vefverslunina purkhus.is. Þar mun ýmislegt falleg fást fyrir hús og heimili,“ segir Sara sem stefnir á að opna vefverslunina í haust. Að lokum, spurð út í draumaheimilið, segir Sara: „Það væri draumur að búa í fallegu gömlu steinuðu húsi sem er þó nútímalegt að innan. Mig hefur líka alltaf dreymt um að vera með stóra bogadregna glugga í stofunni.“
Hús og heimili Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira