Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Er pabbi hans bensínbrúsi?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það getur ýmislegt gerst í beinni útsendingu eins og sannaðist í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar strákarnir voru að fara yfir frammistöðu ungs og efnilegs leikmanns Stjörnunnar, Egils Agnars Októssonar, í leiknum gegn Þór Þ.

Föðurnafn stráksins vakti athygli Kristins Friðrikssonar.

„Októsson? Með K-i? Er pabbi hans bensínbrúsi?“ spurði Kristinn við mikla kátínu viðstaddra.

Kjartan Atli Kjartansson og Hermann Hauksson fengu hláturskast og mennirnir á bak við tjöldin voru um tíma óvinnufærir vegna hláturs.

Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þór Þorl. - Stjarnan 85-77 | Emil kveikti í sínum mönnum í seinni

Þórsarar úr Þorlákshöfn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Domino´s deildinni í vetur þegar liðið vann átta stiga endurkomu sigur á Stjörnunni, 85-77, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Stjarnan var sjö stigum yfir í hálfleik (40-33) en fyrirliði Þórsara, Emil Karel Einarsson, skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleik sem Þórsliðið vann með 15 stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×