Strangheiðarlegur heimilismatur Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 12:00 Þorsteinn Matthíasson starfar við múrverk og er fastagestur í Kaffigarðinum. Hann er hrifnastur af fiskiréttum. Visir/Stefán „Það er kominn matur“, er upphrópun sem margir kannast við. Við það kall þutu heimilismenn inn í eldhús þar sem kótilettum, soðningu, hömsum og spónamat voru gerð góð skil. Heimilismatur er sveipaður ákveðnum fortíðarljóma og eiga flestir sinn uppáhaldsrétt, og er ekki bara lambalærið eins og mamma gerði alltaf best.Vinsælasta meðlætið Ilmurinn af fiskibollum og lauksmjöri lá í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari litu við í Kaffigarðinum, veitingasölu sem er í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. María Erlingsdóttir umsjónarmaður KaffigarðsinsVisir/StefánSársvangir viðskiptavinir tíndust inn hver af öðrum og biðu með eftirvæntingu eftir því að sett yrði á diskana. Á matseðli dagsins voru fiskibollur, lasanja og lambalæri með bernaise. „Það er hópur viðskiptavina sem kemur hingað daglega. Við bjóðum alltaf upp á fisk, en hann er geysivinsæll og margir vilja hann eingöngu“, segir María Erla Erlingsdóttir, umsjónarmaður Kaffigarðsins. Matseðillinn er fjölbreyttur og úrval meðlætis töluvert. Verðinu er haldið í lágmarki og skammtar eru stórir. „Við reynum að koma til móts við viðskiptavini okkar og bjóðum upp á nýjungar í salatborðinu en þrátt fyrir það er rauðkálið og grænu baunirnar langvinsælasta meðlætið. Það eru sumir hérna sem borða þetta með öllu, kjöt eða fiski.“ Það er mest að gera í hádeginu. Fjölmargir iðnaðarmenn sem eru á ferðinni vegna vinnu sinnar mæta reglulega til að fylla á orkustöðvarnar og vilja almennilegan mat en ekki samloku og gos á hlaupum.Þorsteinn Matthíasson fær sér oftast fisk. Visir/Stefán„Flestir koma til okkar í hádeginu en það er líka töluvert að gera í morgunmatnum. Við opnum snemma og hér sitja menn og skrafa um heimsmálin yfir kaffibolla og kleinum. Það er til dæmis fimmtán manna hópur sem kemur hér alla morgna og hefur gert í fjölmörg ár. Menn komnir á eftirlaun, sumir voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Þeir sitja hér fram eftir morgni alltaf við sama borðið. Virkilega léttir og skemmtilegir og gaman að fá þá til okkar í morgunkaffi. Ég passa upp á að eiga alltaf nóg af kleinum og vínarbrauði.“ Að þeim orðum sögðum var María rokin í eldhúsið þar sem að hádegisösin var að ná hámarki og því margt og mikið að gera. „Ég kem hingað alla virka daga í hádeginu, maturinn er mjög góður og vel útilátinn,“ segir Þorsteinn Matthíasson sem starfar við múrverk. Aðspurður kvaðst hann oftast fá sér fisk sem væri afbragðsgóður og hráefnið greinilega fyrsta flokks.Ekta íslenskur dæner í Kópavogi Þar sem áður voru seldar kúlur og lakkrísrör eru nú afgreidd rif, kjötbollur, sósa og salat. Veitingasalan Matstöðin kúrir í Kársnesinu í Kópavogi og þar er fullt út úr dyrum alla daga.Matstöðin vinsæla.Visir/Stefán„Hér er afgreiddur heiðarlegur heimilismatur“, gall við í kokkinum sem gaf sér ekki tíma fyrir frekara spjall og hélt áfram að bera fram steiktan fisk á fati. Matseðillinn er fjölbreyttur kjöt, fiskur, sósa og salat og að sjálfsögðu dísætir kleinuhringir í eftirrétt. Hér er ekkert gefið eftir hvað gæði og skammtastærð snertir. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var nokkuð ljóst að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við. Fullt var út úr dyrum, en staðurinn er lítill og kósý og því ekki erfitt að fylla hann. Réttur dagsins var steiktur fiskur og rif í barbíkjúsósu og rauðkálið langvinsælasta meðlætið.Guðjón og Júlían koma næstum á hverjum degi.Visir/StefánÁ staðnum sátu meðal annarra Guðjón Eiðsson og Júlían Elí Steingrímsson, starfsmenn Skemmtigarðsins í Grafarvogi. „Geggjaður matur hérna, það kemur varla fyrir að maður sleppi úr degi,“ segir Guðjón en hann skellti sér á rifin þennan daginn og var ekki lengi að vinna á vel kúfuðum diski. Á næsta borði sátu félagarnir Sigurður Steinþórsson og Matthías Leó Árnason, sársvangir eftir morgunverkin, en þeir vinna við borun hjá Vatnsborun. „Það var sko kominn tími til að fá svona stað í Kópavogi. Við komum hingað næstum því á hverjum degi“, segir Sigurður og sporðrennir síðasta fiskbitanum. Matthías félagi hans hrósaði matnum einnig og sagði að besti fiskurinn í bænum væri á Matstöðinni.Rauðkál og grænar baunir. Heilög tvenna sem klikkar aldrei. Visir/StefánÞeir félagar voru sammála um að rauðkálið og grænu baunirnar væru órjúfanlegur hluti af máltíðinni. „Staðurinn er lítill og ég vona að hann verði þannig áfram, það yrði ekki eins ef hann myndi stækka“, bætti Matthías við og sneri sér að máltíð dagsins. „Þetta er miklu meiri matur,“ bætir félagi hans við, „maður verður betur saddur en ef við værum að borða hamborgara á hverjum degi, svo er þetta bara ódýrara.“ Þeir félagar voru á einu máli um að það hefði verið löngu tímabært að opna svona stað í Kópavogi. Viðmælendur fóru saddir út í daginn og blaðamaður var sendur heim með stútfullan matarbakka af kjötbollum, kartöflum og sósu, sem voru gerð góð skil. Þrátt fyrir síbreytilegar tískubylgjur í mataræði, þar sem allt þarf að vera grænt, vegan og lífrænt, þá hefur það ekki rutt kótilettunni og rauðkálinu af stalli sínum – heimilismaturinn blífur.- Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Það er kominn matur“, er upphrópun sem margir kannast við. Við það kall þutu heimilismenn inn í eldhús þar sem kótilettum, soðningu, hömsum og spónamat voru gerð góð skil. Heimilismatur er sveipaður ákveðnum fortíðarljóma og eiga flestir sinn uppáhaldsrétt, og er ekki bara lambalærið eins og mamma gerði alltaf best.Vinsælasta meðlætið Ilmurinn af fiskibollum og lauksmjöri lá í loftinu þegar blaðamaður og ljósmyndari litu við í Kaffigarðinum, veitingasölu sem er í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. María Erlingsdóttir umsjónarmaður KaffigarðsinsVisir/StefánSársvangir viðskiptavinir tíndust inn hver af öðrum og biðu með eftirvæntingu eftir því að sett yrði á diskana. Á matseðli dagsins voru fiskibollur, lasanja og lambalæri með bernaise. „Það er hópur viðskiptavina sem kemur hingað daglega. Við bjóðum alltaf upp á fisk, en hann er geysivinsæll og margir vilja hann eingöngu“, segir María Erla Erlingsdóttir, umsjónarmaður Kaffigarðsins. Matseðillinn er fjölbreyttur og úrval meðlætis töluvert. Verðinu er haldið í lágmarki og skammtar eru stórir. „Við reynum að koma til móts við viðskiptavini okkar og bjóðum upp á nýjungar í salatborðinu en þrátt fyrir það er rauðkálið og grænu baunirnar langvinsælasta meðlætið. Það eru sumir hérna sem borða þetta með öllu, kjöt eða fiski.“ Það er mest að gera í hádeginu. Fjölmargir iðnaðarmenn sem eru á ferðinni vegna vinnu sinnar mæta reglulega til að fylla á orkustöðvarnar og vilja almennilegan mat en ekki samloku og gos á hlaupum.Þorsteinn Matthíasson fær sér oftast fisk. Visir/Stefán„Flestir koma til okkar í hádeginu en það er líka töluvert að gera í morgunmatnum. Við opnum snemma og hér sitja menn og skrafa um heimsmálin yfir kaffibolla og kleinum. Það er til dæmis fimmtán manna hópur sem kemur hér alla morgna og hefur gert í fjölmörg ár. Menn komnir á eftirlaun, sumir voru starfsmenn Húsasmiðjunnar. Þeir sitja hér fram eftir morgni alltaf við sama borðið. Virkilega léttir og skemmtilegir og gaman að fá þá til okkar í morgunkaffi. Ég passa upp á að eiga alltaf nóg af kleinum og vínarbrauði.“ Að þeim orðum sögðum var María rokin í eldhúsið þar sem að hádegisösin var að ná hámarki og því margt og mikið að gera. „Ég kem hingað alla virka daga í hádeginu, maturinn er mjög góður og vel útilátinn,“ segir Þorsteinn Matthíasson sem starfar við múrverk. Aðspurður kvaðst hann oftast fá sér fisk sem væri afbragðsgóður og hráefnið greinilega fyrsta flokks.Ekta íslenskur dæner í Kópavogi Þar sem áður voru seldar kúlur og lakkrísrör eru nú afgreidd rif, kjötbollur, sósa og salat. Veitingasalan Matstöðin kúrir í Kársnesinu í Kópavogi og þar er fullt út úr dyrum alla daga.Matstöðin vinsæla.Visir/Stefán„Hér er afgreiddur heiðarlegur heimilismatur“, gall við í kokkinum sem gaf sér ekki tíma fyrir frekara spjall og hélt áfram að bera fram steiktan fisk á fati. Matseðillinn er fjölbreyttur kjöt, fiskur, sósa og salat og að sjálfsögðu dísætir kleinuhringir í eftirrétt. Hér er ekkert gefið eftir hvað gæði og skammtastærð snertir. Þegar blaðamann og ljósmyndara bar að garði var nokkuð ljóst að orðatiltækið þröngt mega sáttir sitja átti mjög vel við. Fullt var út úr dyrum, en staðurinn er lítill og kósý og því ekki erfitt að fylla hann. Réttur dagsins var steiktur fiskur og rif í barbíkjúsósu og rauðkálið langvinsælasta meðlætið.Guðjón og Júlían koma næstum á hverjum degi.Visir/StefánÁ staðnum sátu meðal annarra Guðjón Eiðsson og Júlían Elí Steingrímsson, starfsmenn Skemmtigarðsins í Grafarvogi. „Geggjaður matur hérna, það kemur varla fyrir að maður sleppi úr degi,“ segir Guðjón en hann skellti sér á rifin þennan daginn og var ekki lengi að vinna á vel kúfuðum diski. Á næsta borði sátu félagarnir Sigurður Steinþórsson og Matthías Leó Árnason, sársvangir eftir morgunverkin, en þeir vinna við borun hjá Vatnsborun. „Það var sko kominn tími til að fá svona stað í Kópavogi. Við komum hingað næstum því á hverjum degi“, segir Sigurður og sporðrennir síðasta fiskbitanum. Matthías félagi hans hrósaði matnum einnig og sagði að besti fiskurinn í bænum væri á Matstöðinni.Rauðkál og grænar baunir. Heilög tvenna sem klikkar aldrei. Visir/StefánÞeir félagar voru sammála um að rauðkálið og grænu baunirnar væru órjúfanlegur hluti af máltíðinni. „Staðurinn er lítill og ég vona að hann verði þannig áfram, það yrði ekki eins ef hann myndi stækka“, bætti Matthías við og sneri sér að máltíð dagsins. „Þetta er miklu meiri matur,“ bætir félagi hans við, „maður verður betur saddur en ef við værum að borða hamborgara á hverjum degi, svo er þetta bara ódýrara.“ Þeir félagar voru á einu máli um að það hefði verið löngu tímabært að opna svona stað í Kópavogi. Viðmælendur fóru saddir út í daginn og blaðamaður var sendur heim með stútfullan matarbakka af kjötbollum, kartöflum og sósu, sem voru gerð góð skil. Þrátt fyrir síbreytilegar tískubylgjur í mataræði, þar sem allt þarf að vera grænt, vegan og lífrænt, þá hefur það ekki rutt kótilettunni og rauðkálinu af stalli sínum – heimilismaturinn blífur.-
Matur Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira