Lífið

Kuldinn svo mikill að hægt var að skauta á ströndinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það var mikið fjör hjá þessum kappi um helgina.
Það var mikið fjör hjá þessum kappi um helgina.
Mikil frostharka hefur verið á austurströnd Bandaríkjanna síðastliðna daga og hafa kuldamet verið slegin. Í nokkrum borgum á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada var um 30 stiga frost um helgina.

Þrjátíu sentímetrar hafa verið af jafnföllnum snjó í New York og í Boston og sáu íbúar í Flórída fyrstu snjókomuna í þrjá áratugi.

Peter og Sandra Lekousi voru í göngutúr saman við Long Sands ströndina í York á dögunum þegar þau sáu mann skauta um á ströndinni. Peter setti myndbandið á veraldarvefinn og hefur það farið út um allt á nokkrum dögum.

Hér að neðan má sjá þessa óvenjulegu sjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×