Lífið

Vilja 96 milljónir fyrir raðhúsið í Logalandinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanna og Ragnhildur hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginu.
Hanna og Ragnhildur hafa komið sér vel fyrir í Fossvoginu. myndvinnsla/garðar
Þær Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs Thors Björgólfssonar, og þingkonan Hanna Katrín Friðriksson hafa sett raðhús sitt í Logalandinu á sölu en kaupverðið er 96 milljónir.

Ragnhildur greinir sjálf frá þessu á Facebook og segir:

„Þá er fjölskyldan í Logalandinu farin að hugsa sér til hreyfings og húsið komið á sölu. Þetta er dýrðarinnar hús (og garður!) og hér hefur farið vel um okkur fjórar alla grunnskólagöngu dætranna. Við mælum með þessu fyrir ykkur eða vini ykkar, sem hafa alltaf þráð að búa á besta stað í Fossvogi.“

Um er að ræða 230 fermetra eign og var húsið byggt árið 1972. Raðhúsið er við enda í vinsælu og grónu hverfi.

Fasteignamat eignarinnar er rúmlega 78 milljónir. Hér að neðan má sjá myndir úr Logalandinu.



Fallegt endaraðhús.
Björt og falleg borðstofa.
Skemmtilegt sjónvarpshol.
Pottur og pallur í einu skjólsælasta hverfi landsins.
Fallegt eldhús.
Yndisleg setustofa.
Virkilega snyrtilegt baðherbergi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×