Viðskipti erlent

May vill semja um fríverslun við Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Forsætisráðherrann hvatti til tafarlausra aðgerða til að hægt yrði að greiða leið breskra fyrirtækja inn á kínverskan markað.
Forsætisráðherrann hvatti til tafarlausra aðgerða til að hægt yrði að greiða leið breskra fyrirtækja inn á kínverskan markað. Vísir/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að bresk stjórnvöld vilji semja við Kínverja um fríverslun í tengslum við útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. May er nú í þriggja daga heimsókn í Kína.

„Heimsóknin mun styrkja „gullna tímabilið“ í samskiptum Bretlands og Kína,“ sagði May eftir að hafa lent í Wuhan.

Forsætisráðherrann hvatti til tafarlausra aðgerða til að hægt yrði að greiða leið breskra fyrirtækja inn á kínverskan markað.

Um fimmtíu manna sendinefnd er í fylgd forsætisráðherrans, meðal annars fulltrúar BP og Jagúar.

May mun meðal annars eiga fund með forsetanum kínverska, Xi Jinping. Reiknað er með að framtíð Hong Kong verði á meðal þeirra mála sem verða rædd á fundi leiðtoganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×