Viðskipti erlent

Philip Green vill selja Topshop

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Phillip Green og Kate Moss á góðri stund.
Phillip Green og Kate Moss á góðri stund. Vísir/Getty
Sir Philip Green, eigandi Arcadia Group sem meðal annars á verslunina Topshop, er sagður í viðræðum við Shandong Ruyi, kínverskt fyrirtæki, um að selja allt eða að minnsta kosti einhvern hluta af eignasafni Arcadia, eftir því sem breski miðillinn Sunday Times kemst næst. Shandong Ruyi hefur undanfarið hefur verið að hasla sér völl í tískugeiranum í Evrópu,

Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn, meðal annars þekkt merki á borð við Dorothy Perkins, Miss Selfridge og Burton. 26.000 einstaklingar starfa í verslunum Arcadia.

Topshop, sem er þekktasta eign Arcadia, hefur undanfarið átt á brattann að sækja í harðnandi samkeppni við vefverslanir á borð við Asos og Boohoo.com.

Ekkert kemur fram í frétt Sunday Times um mögulegt kaupverð.




Tengdar fréttir

Hagar loka Topshop á Íslandi

Stjórnendur verslunarfyrirtækisins Haga hafa ákveðið að loka verslunum Topshop á Íslandi. Þetta staðfestir Finnur Árnason, forstjóri Haga, í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×