Viðskipti erlent

Trump ósáttur við Amazon

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump er ósáttur við Amazon.
Donald Trump er ósáttur við Amazon. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tekur netverslunina Amazon fyrir á Twitter-aðgangi sínum. Þar segir hann að verslunin borgi litla sem enga skatta og notfæri sér póstþjónustu eins og einkasendla. Hann segir þetta koma verst niður á þúsundum annarra fyrirtækja sem geti ekki keppt við mikil umsvif fyrirtækisins.

Þetta kemur í kjölfar fréttar á miðlinum Axios síðastliðinn miðvikudag þar sem greint var frá því að Trump vildi beina athygli sinni að Amazon. Hlutabréf í Amazon féllu um 4% á miðvikudag.



Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump beinir spjótum sínum að Amazon, en í ágúst í fyrra sagði forsetinn að verslunin væri að valda skattgreiðandi fyrirtækjum miklum skaða og fjöldi fólks væri að missa vinnu á þeirra kostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×