Lífið

Áhrifavaldur flytur ís til Íslands

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér má sjá Moses Storm í kappi við tímann.
Hér má sjá Moses Storm í kappi við tímann. Skjáskot
Áhrifavaldurinn Moses Storm ætlar sér að bjarga heiminum. Loftlagsbreytingar eru að valda fordæmalausum náttúruhamförum á jörðinni og áhrifavaldurinn er með lausnina:

Að flytja ís til Íslands til að sporna við bráðnun jökla.

Þetta er nokkurn veginn rauði þráðurinn í nýrri grínflugu frá skemmtiefnisframleiðandanum Comedy Central. Myndbandið má sjá hér að neðan en þar er fylgst með vegferð áhrifavaldsins; allt frá því að hann fjárfestir í klaka í Kaliforníu og þangað til að hann kemur honum makindalega fyrir í Jökulsárlóni.

Á leiðinni ræðir hann meðal annars við Árna Finnsson, formann Náttúruverndarsamtaka Íslands, náttúruverndarsinnann Gísla Gíslason, starfsmann Icelandair og Bent Höfn, sem sagður er vera „ungur og svalur umhverfissinni.“

Um 6,3 milljónir eru áskrifendur að Comedy Central á Youtube og því má ætla að ævintýri Moses Storm rati fyrir augu margra áður en langt um líður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×