Klikkun en þægileg innivinna Benedikt Bóas skrifar 4. maí 2018 06:00 Gunnar Þórðarson stígur á stokk á Kringlukránni um helgina. Vísir/Stefán „Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira