Uppselt á námskeið Þorgríms í Toskana Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 08:00 Þorgrímur Andri að setja saman einhverja stórkostlega snilld á pappír sem hann sýnir á Instagram. Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira