Finnst fínt að rétta kyndilinn til annara Benedikt Bóas skrifar 8. júní 2018 06:00 Valli var hress og kátur í veislunni í gær. Eðlilega. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, hvað þá stórafmæli. Vísir/Sigtryggur „Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira