Kolféll fyrir lírunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. ágúst 2018 06:00 Inga Björk með líruna sína, hljóðfæri sem hún metur mikils. Fréttablaðið/Stefán „Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
„Líra er hljóðfæri sem hefur einstakan hljóm og nú ætla ég að gefa út fyrsta íslenska lírudiskinn,“ segir Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur sem skapar tónlist fyrir líru og söngrödd. Hún rekur meðferðarstofuna Hljómu í Hafnarfirði og segir tónlistina ná vel til skjólstæðinga sinna. „Líran nær strax eyrum barna. Fullorðnir tengja líka vel við tónlistina mína, enda er ég að syngja um allt sem tilverunni viðkemur. Ég tel að hún eigi erindi við fólk á öllum aldri og í hvaða aðstæðum sem er. Hún er á vissan hátt róandi en líka taktföst á köflum.“ Líran á rætur að rekja langt aftur fyrir Krists burð að sögn Ingu Bjarkar. „Á fornri fresku sést guðinn Appoló spila á einfalt form af líru, þær voru líka notaðar af trúbadorum sem sögðu sögur, sungu um lífið og spiluðu undir.“ Inga Björk kveðst hafa kynnst lírunni í Berlín í sínu músíkmeðferðarnámi í Berlín. „Ég kolféll fyrir henni,“ segir hún og tekur fram að hljóðfærið sem hún spili á sé nútíma útgáfa sem hafi verið endurhönnuð í Þýskalandi árið 1926 af hljóðfærasmiðum og músíkþerapistum, með meðferðarsjónarmið í huga. „Tónn lírunnar talar svo beint til fólks. Umfaðmandi er orð sem oft er notað um hljóm hennar, enda finna bæði hlustendur og hljóðfæraleikarar fyrir þeim áhrifum. Ég hef spilað á líru fyrir deyjandi fólk og hef vissu fyrir því að heyrnin er með því síðasta sem fer.“ Lírudiskurinn kemur væntanlega út í lok þessa árs, að sögn Ingu Bjarkar. „Ég er með söfnun í gangi á Karolina Fund, þú mátt alveg koma því að, ef það hæfir en þarft þess ekki,“ segir hún og kveðst trúa því að diskurinn verði áhugaverð viðbót við íslenska tónlistarflóru
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira