Setningarnar sem aldrei heyrast frá erlendum ferðamönnum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 16. október 2018 08:30 Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdarstjóri IKEA, hjólaði í íslenska okrið í ferðaþjónustunni. Trúlega mun enginn ferðamaður nokkru sinni segja að hann hafi gert góð kaup hér á landi enda landið dýrasti áfangastaður heims samkvæmt OECD. Fréttablaðið tók saman nokkrar setningar sem erlendir ferðamenn munu líklegast aldrei láta falla.„Heyrðu, fyrst bjórinn er svo ódýr ætla ég að fá tvo“ Ísland rukkar gríðarlega mikið fyrir bjórinn og skiptir engu máli hvort hann er innlendur eða erlendur. Samkvæmt könnun sem ferðaskrifstofan Intrepid opinberaði í maí var bjórinn dýrastur hér á landi en ódýrastur í Víetnam. „Bjórdrykkjumenn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir bjóða á línuna á Íslandi,“ sagði í frétt um málið.Áfengi er dýrt á Íslandi.Fréttablaðið/anton brink„Góður þessi innlendi bjór í búðinni“ Bjórinn er ekki kominn í búðir en þó reyna búðir að blekkja ferðamenn. Í frétt frá árinu 2016 kom fram að áfengislausu víni og léttbjór væri stillt upp á áberandi stöðum í verslunum. Sagði varaformaður neytendasamtakanna að verslanir væru í blekkingaleik.Svona er úrvalið ekki í matvörubúðum.Vísir/GVA„Það er svo auðvelt að keyra hér á Íslandi“ Í síðustu könnun Ferðamálastofu gáfu 22,6 prósent ferðamanna vegakerfinu 0-6 í einkunn. Árin 2015 til 2017 slösuðust alls 739 einstaklingar í umferðarslysum tengdum erlendum ökumönnum eða um einn á dag samkvæmt Umferðarþingi í byrjun mánaðarins. Fyrir um tveimur árum fylgdu þessar kínversku stúlkur Google maps samviskusamlega og óku út í ána í stað þess að fara yfir brúna.SKESSUHORN/ALFONS FINNSSON„Öll þessi öryggisgæsla er óþörf“ Lögreglan er undirmönnuð og með enga peninga svo hún sést ekki lengur á vegum landsins, já, sést bara almennt ekki. Trúlega mun enginn útlendingur nokkru sinni kvarta undan of mikilli löggæslu.Lögregla hefur yfirleitt í nógu að snúast.Vísir/Vilhelm„Góðar almenningssamgöngur“ Í flugstöðinni er svo erfitt að finna skilti um almenningssamgöngur að fáir nýta sér þær. Í könnun Ferðamálastofu sagði einn: „In my eyes Iceland is too touristy, extremely expensive; car is an absolute necessity because so called public transport is incredibly expensive and infrequent for ordinary travelling.“Fjöldi ferðamanna hér á landi hefur aukist gríðarlega undanfarin árVísir/Vilhelm„Manni líður eins og maður sé einn í heiminum“ Í könnun sem Ferðamálastofa gerði í fyrra þar sem ferðamenn voru spurðir: Hvers vegna ertu ekki líklegri til að mæla með Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn? kom fram í nokkrum svörum að fyrir utan að landið væri óheyrilega dýrt væri það of túristalegt. „Everyone doing the same things, going the same places. It’s not that I would not recommend it.“ Glöggt er gestsaugað.Norðurljósin heilla.„Ég sá fullt af norðurljósum í sumar“ Það er sko ekki hægt.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Sjá meira