Viðskipti erlent

Stálu tækni frá Samsung

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nýrri skjátækni var stolið frá Samsung.
Nýrri skjátækni var stolið frá Samsung. Nordicphotos/Getty
Tækninni sem Samsung þróaði og nýtir í væntanlegan síma sinn til þess að hægt sé að brjóta hann sundur og saman hefur verið stolið og hún seld til tveggja kínverskra fyrirtækja. Þetta sögðu saksóknarar í Suður-Kóreu í gær samkvæmt CNN. Ellefu hafa verið ákærð fyrir þjófnaðinn.

Þessi tækni byggir á því að gera OLED-skjái Samsung sveigjanlega, meðal annars með því að nota öðruvísi lím, og gerir það að verkum að hægt verður að nota þennan væntanlega síma bæði sem spjaldtölvu og venjulegan síma. Í yfirlýsingu frá Samsung Display, dótturfyrirtækis Samsung-samsteypunnar sem sér um gerð þessara skjáa, segir að fyrirtækið sé slegið vegna málsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×