Lífið

Tilhugsunin um mömmu og bróður stoppaði hana

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Arnrún er 23ja ára gömul, starfaði þar til fyrir skemmstu á leikskóla en vinnur nú með fötluðum. Kemur manni fyrir sjónir sem geislandi lífsglöð og kraftmikil ung kona. En í ágúst síðastliðnum var hún svo illa haldin af þunglyndi að hún var staðráðin í að enda líf sitt.

Arnrún lýsir því í myndbroti sem hér fylgir, hvernig líðan hennar var þennan dag í ágúst síðastliðnum þegar hún vildi deyja. Arnrún er meðal viðmælenda í lokaþætti af „Viltu í alvöru deyja?“ á Stöð 2 í kvöld.

Þórgunnur Ársælsdóttir, geðlæknir til margra ára, hefur í starfi sínu rætt við fjölda fólks sem hefur reynt að svipta sig lífi. Hún segist aldrei hafa hitt manneskju sem sér eftir því að hafa verið bjargað eftir sjálfsvígstilraun, þegar fólk er komið úr því hugarástandi sem leiddi til tilraunarinnar.

Lokaþátturinn í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:40 í kvöld sunnudag. Þar er rætt við Arnrúnu og móður jafnaldra hennar sem ekki bjargaðist, auk annarra. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.

Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:

  • Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn
  • Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is
  • Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is

Tengdar fréttir

Fékk húsnæði undir Bergið á dánardegi sonar síns

Dag einn á síðasta ári sat Sigurþóra Bergsdóttir í tannlæknastól þegar þeirri hugmynd laust ofan í höfuð hennar að hún ætti að stofna samtök til að hjálpa ungu fólki eins og syni sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×