Enski boltinn

Segja van Dijk búinn að samþykkja nýjan samning

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk vísir/getty
Enska blaðið Mirror greindi frá því í gærkvöldi að Virgil van Dijk sé búinn að samþykkja nýjan risasamning við Liverpool.

Van Dijk átti frábært tímabil með Evrópumeisturunum á síðasta ári og fær hann frammistöðu sína launaða með nýjum samningi.

Samningurinn er til ársins 2025 og hljóðar hann upp á 200 þúsund pund í vikulaun handa Hollendingnum, en hann er sagður hafa verið með 125 þúsund pund á viku samkvæmt núverandi samningi.

Viðræður Liverpool og forráðamanna van Dijk hafa staðið yfir í nokkurn tíma en það voru kaup Manchester United á Harry Maguire sem hjálpuðu til við að klára samningaviðræðurnar, því þá gátu forráðamenn van Dijk miðað kröfur sínar við tölur Maguire.

Van Dijk kom til Liverpool frá Southampton í janúar á síðasta ári og er núverandi samningur hans til 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×