Lífið

Brekku­söngur í mið­bænum í kvöld

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tuna de Derecho hefur verið starfandi frá 16. öld og mun í kvöld spila fyrir gesti Spánska.
Tuna de Derecho hefur verið starfandi frá 16. öld og mun í kvöld spila fyrir gesti Spánska. Aðsent

Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld.

Þjóðlagasveitin sem spilar í kvöld heitir Tuna de Derecho de Valladolid og er frá Norður-Spáni en hljómsveitin hefur verið starfandi frá 16. öld, að sögn Þórdísar Guðjónsdóttur, eigandi Spánska.

Þjóðlagasveitin Tuna de Derecho de Valladolid í fullum skrúða.Aðsent

Fyrirbærið „tuna“ er sjálft margra alda gamalt og hófst þegar háskólanemar hópuðu sig saman og fluttu tónlist í skiptum fyrir mat og pening. 

Fjöldi slíkra sveita er enn starfandi og í kvöld getur fólk kíkt á Spánska til að hlusta á þessa aldagömlu hefð.

Tuna de Derecho de Valladolid spilaði á Spánska á þriðjudaginn við góðar undirtektir og þá sagði Augustin, veitingamaður á Spánska, við Eirík Jónsson „Þeir ætla að koma aftur á föstudagskvöldið klukkan átta, þá er Verslunarmannahelgin að byrja og þetta toppar allan brekkusöng hvar sem er. Ókeypis aðgangur!“

Hér fyrir neðan má hlusta á eitt laganna sem sveitin tók á þriðjudaginn:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×