Sanngjarnt væri að tvöfalda grunnlaun hjúkrunarfræðinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:30 Guðríður Kristín Þórðardóttir gaf innsýn í starf hjúkrunarfræðings í Ísland í dag. Stöð 2 Laun hjúkrunarfræðinga eiga að vera þau sömu og lækna, segir Guðríður Kristín Þórðardóttir, sem er með sex ára háskólanám og hefur unnið á Landspítalanum í yfir 25 ár. Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira