Fótbolti

Arsenal kom til baka og vann sinn fyrsta titil í fjögur ár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fögnuðu deildarbikarmeistaratitlinum í dag.
Leikmenn Arsenal fögnuðu deildarbikarmeistaratitlinum í dag. Vísir/Getty

Arsenal vann 3-1 sigur gegn Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins í dag og tryggði sér þar með sinn fyrsta titil í fjögur ár.

Það voru þó Chelsea-konur sem náðu forystunni þegar Sam Kerr skoraði með skalla strax á annarri mínútu leiksins, en Stina Blackstenius jafnaði metin fyrir Skytturnar tæpum stundarfjórðungi síðar.

Kim Little kom Arsenal svo í forystu með marki af vítapunktinum á 21. mínútu áður en Niamh Charles varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat.

Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Arsenal og enski deildarbikarinn þeirra. Þetta var fyrsti titill liðsins síðan árið 2019 og sá fyrsti í stjóratíð Jonas Eidevall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×